19.09.1946
Sameinað þing: 12. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

Rannsókn kjörbréfs

forseti (JPálm ):

Mér hefur borizt frá hæstv. forseta Nd. svo hljóðandi bréf :

„Reykjavík, 19. september 1946. Frá 1. þm. Sunnmýlinga, Ingvari Pálmasyni, barst mér í dag svo látandi símskeyti:

„Get ekki sökum lasleika mætt fundum Alþingis svo stöddu. Óska varamaður minn taki sæti fyrst um sinn.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að rannsókn kjörbréfs varamanns, Eysteins Jónssonar, verði látin fram fara á fundi sameinaðs þings í dag.

Barði Guðmundsson.

Forseti sameinaðs þings.“

Samkvæmt þessu ber á þessum fundi að rannsaka kjörbréf varamanns hv. 1. þm. S–M., og vil ég leyfa mér að fresta fundi í 10 mínútur, meðan kjörbréfanefnd rannsakar kjörbréfið, en kjörbréfanefnd skipa Ásgeir Ásgeirsson, Hermann Jónasson, Sigurður Guðnason, Þorsteinn Þorsteinsson og Lárus Jóhannesson. Ef Alþfl. vildi tilnefna mann í n. í stað Ásgeirs Ásgeirssonar, sem ekki er viðstaddur, getur það gengið.

Fundi var frestað meðan á rannsókn kjörbréfs stóð. Að henni lokinni var fundi fram haldið.