05.10.1946
Sameinað þing: 11. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í B-deild Alþingistíðinda. (363)

11. mál, niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — Ég vil aðeins mótmæla þeirri aðferð, sem höfð er við 2. umr. þessa máls, sem sé að leyfa ekki framsögur með nál. og banna þeim hv. þm., sem flytja rökst. dagskrár og brtt., að mæla fyrir þeim. Það er alveg áreiðanlegt, að þó að umr. sé útvarpað, er ekki tilgangurinn með því að hindra, að umr. fari fram W þess að útvarpað sé. Verði þessi háttur hafður nú, að slíta umr. þegar er útvarpsumr. er lokið, geta þeir hv. þm., sem brtt. flytja, ekki mælt fyrir þeim, og er það áreiðanlega ekki tilgangurinn með útvarpsumr. – Ég vil því skora á hæstv. forseta að athuga það alvarlega að svipta ekki þm. málfrelsi. Það verður að leyfa þm. að mæl með þeim brtt., sem þeir flytja.