05.10.1946
Sameinað þing: 11. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (381)

11. mál, niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o.fl.

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. — Ég vildi vita, hvort hæstv. forseti ætlar að varna þm. þess að mæla með þeim brtt., sem þeir flytja. Slík ákvörðun á sér enga stoð í þingsköpum og er fordæmalaus. Sú gr., er um þetta vitnar, er 35. gr. og hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Framsögumaður meiri og minni hluta nefndar, svo og flutningsmaður máls, en eigi nema einn, þótt fleiri flytji, mega við hverja umræðu um mál tala þrisvar. Ef tveir eða fleiri eru flutningsmenn, skal sá, er fyrstur stendur á skjalinu, teljast framsögumaður, nema annar sé tilnefndur.. Aðrir mega ekki tala oftar en tvisvar. Þó er jafnan heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um gæzlu þingskapa og til þess að bera af sér sakir.“

Þessu ákvæði er ekki fullnægt, ef ekki á að get'a þm. rétt til að mæla fyrir brtt., sem þeir flytja. Og ég verð að segja það, að ef ljúka á þessum umr. með ofbeldi, hallast lítið á um upphaf málsins og endi, hvort tveggja eru ofbeldisverk. — Ég mun svo mæla með minni till., nema forseti beiti valdi. (Forseti: Úrskurðurinn byggist á þingsköpum og þingvenjum). Úrskurðurinn byggist hvorki á þingsköpum né þingvenjum. Ég hef hér túlkað skoðun alls þorra þm., en eins og ég sagði áðan, málið er hafið og endað með ofbeldi, og úrskurður þessi byggist á því, að ekki þykir henta, að þm. geri grein fyrir skoðunum sínum.

ATKVGR.

Rökst. dagskráin á þskj. 41 felld með 38:12 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: EOl, GÞG, HV, HermG, KTh, LJós, SigfS, SG, StgrA, ÁkJ, ÁS, BrB.

nei: EE, EmJ, FJ, GÞ, GJ, GSv, GÍG, GTh, HÁ, HB, HelgJ, HermJ, IngJ, EystJ, JóhH, JJós, JS, JJ, JörB, LJóh, ÓTh, PÞ, PM, PO, SB, SEH, SK, SÁÓ, SkG, StJSt, StgrSt, ÞÞ, ÁÁ, BSt, BÁ, BBen, BK, JPálm.

PZ, BG greiddu ekki atkv.

1 þm. gerði grein fyrir atkv. sínu á þessa leið: