24.09.1946
Sameinað þing: 9. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í B-deild Alþingistíðinda. (40)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. — Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf 4. þm. Reykv., Gylfa Þ. Gíslasonar, og hefur ekkert við kjörbréfið að athuga. N. er öll sammála um að leggja til við hv. Alþingi, að það samþykki kjörbréfið og greiði því atkvæði, og mælum við eindregið með því, að kjörbréfið verði tekið gilt.