09.10.1946
Sameinað þing: 15. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í B-deild Alþingistíðinda. (400)

Þinglausnir

Forseti Íslands (Sveinn Björnsson):

Í ríkisráði í dag var gefið út svo hljóðandi forsetabréf : „Forseti Íslands gerir kunnugt:

Að ég hef ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi, 65. löggjafarþingi, skuli slitið miðvikudaginn 9. október 1946.

Mun ég því slíta Alþingi þann dag.

Ritað í Reykjavík, 9. október 1946.

Sveinn Björnsson.

Ólafur Thors.

Forsetabréf um þinglausnir.“

Samkvæmt þessu bréfi segi ég slitið þessu aukaþingi, sem nú hefur lokið störfum.

Ég vil biðja alþingismenn að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum sínum.

Þingmenn risu úr sætum, og forsrh., Ólafur Thors, mælti: „Lifi Ísland!“

Tók þingheimur undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.