22.07.1946
Sameinað þing: 1. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjördeildar (Gísli Sveinsson):

Ég átti ekki von á þessum aths. frá hv. 1. þm. N.--N. Ég skal ekki fara um þær mörgum orðum, en vil aðeins segja það, að eðlilegast væri, að slíka seðla fengi til athugunar og meðferðar fyrir framtíðina sú fasta kjörbréfanefnd, sem kosin verður strax hér á eftir. Að svo stöddu virðist það ekki hafa neina þýðingu til né frá. Mætti því telja eðlilegast, að þessu yrði á sínum tíana vísað til þeirrar hv. kjörbréfanefndar, sem kjörin verður bráðum.