24.09.1946
Neðri deild: 2. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (70)

14. mál, barnaheimilið Sólheimar

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Barnaverndarnefnd felldi þann úrskurð að rannsókn lokinni, að núv. forstöðukona sé ófær til starfsins. Að rannsókn lokinni hafa komið í ljós ýmsar misfellur. Samkv. skipulagsskrá heimilisins hefur núv. forstöðukona rétt til að gegna starfi svo lengi sem hún lifir. Því þótti nauðsyn að gefa út þessi bráðabirgðalög, til þess að hægt væri að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir. Hægt er svo að veita hv. alþingismönnum frekari upplýsingar, ef þess verður óskað.