19.05.1947
Efri deild: 136. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1011 í B-deild Alþingistíðinda. (1008)

238. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Gísli Jónsson:

Mér þykir nú að vísu ekkert að því að hraða störfum. En ekki væri óeðlilegt, að þessi d. fengi að bíða með afgreiðslu til 2. umr., þangað til maður fengi að sjá þskj. 873. Því hefur ekki verið útbýtt. Að vísu hefur hæstv. menntmrh. útskýrt innihald þess. svo að við vitum, hvers er að vænta. En ég vil spyrja hæstv. menntmrh., hvort hann gæti ekki fallizt á að breyta upphæðinni undir tölul. 2. Mér skilst það vera 50% og yrði sett niður í 40%, en skyldi þá 10% varið til tónlistarfræðslu í landinu. Það hefur tvímælalaust orðið útundan hjá Alþ. að styrkja þessa fræðslu, þegar borið er saman við aðrar listir í landinu, bókmenntir, málaralist og nú leiklist o. s. frv. Hjá þessum listum er tónlistin orðin olnbogabarn Alþingis. Samkv. fjári. eru aðeins veittar 43500 kr. til tónlistarskólans hér í Reykjavík. En samkv. upplýsingum frá skólanum hefur rekstrarkostnaður hans orðið á 4. hundrað þús. kr. Þeir fóru fram á aðeins 15 þús. kr. hækkun, sem ekki fékk fylgi hjá meiri hl. fjvn. En Alþ. má þó sjá, að hér eru færðar stærri fórnir af almenningi en gert er almennt. Vildi ég mælast til, að hæstv. ráðh. tæki þetta mál til athugunar, áður en frv. fer úr n. Ég vil geta þess, að nær 300 nemendur eru í þessum skóla, og hefur hann tryggt sér m. a. einn af allra beztu starfskröftum okkar á þessu sviði, dr. Pál Ísólfsson, og enn fremur aðra úrvalsmenn. svo sem Árna Kristjánsson. Björn Ólafsson og dr. Urbantschitsch og fleiri góða starfskrafta. Ég held það væri ekki óeðlilegt, að þessari grein lista væri tryggt meira fjárframlag úr ríkissjóði. Og þá er ekki heldur óeðlilegt, að það starf væri eitthvað bundið við þjóðleikhúsið, svo að þar færu fram hljómlistarsýningar, óperur o. s. frv. Þó að bundið sé þannig í lögum, nær það sama tilgangi.