19.12.1946
Efri deild: 39. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (101)

45. mál, menntaskólar

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Varðandi þessar fyrirspurnir hv. 1. þm. N–M. til mín, þá vil ég aðeins láta þess getið, að mér er ekki kunnugt um, að nokkrum embættismanni sé borgað hærra heldur en l. mæla fyrir um. Hins vegar er það opinbert mál, og hv. þm. þarf ekki að spyrja um það, að á s.l. vetri var sett reglugerð um yfirvinnukaup opinberra starfsmanna og samkv. henni ber að greiða mönnum upp að vissu launamarki kaup fyrir eftirvinnu. Ég man ekki fyrir víst, hvort hér er miðað við 7.800 kr. eða 8.400. Þetta hefur orðið til þess, að margir menn hafa hækkað í launum, einkum þeir, sem eru tiltölulega lágt launaðir, og er það, eins og áður er sagt, vegna eftirvinnu. sem væntanlega hefur verið óhjákvæmileg. Ég skal hins vegar láta þá skoðun mína í ljós, að ég álít, að þessi reglugerð þurfi miklu betri athugunar við. Þetta var eins konar samningur milli ríkisstj. og félags starfsmanna ríkisins, og stóð í miklu þjarki um þetta. Þetta yfirvinnukaup, sem greitt er nú, er mjög hátt og getur því valdið því, að menn í lægri launaflokkum geta komizt miklu hærra í launum en þeir, sem eru með hærri laun samkv. launal. Svo er mér kunnugt um, að orðið hefur að semja við nokkra starfsmenn. sérstaklega bílstjóra, um, að þeir hefðu yfirvinnu. Þetta er eðlilegt, þar sem þeir eiga samkv. launal. að hafa 500 kr. laun á mánuði í grunnlaun, en það hygg ég, að sé orðið óeðlilegt. að bílstjórar vinni fyrir slíkt kaup. Það er því eðlilegt, að erfitt hafi verið að fá bílstjóra til að vinna fyrir þau kjör, sem launal. buðu upp á. Þetta er það eina. sem mér er kunnugt um þessu viðvíkjandi. En mér er ekki kunnugt um, að starfsfólki sé borgað hærra kaup en launal. ákveða.