19.12.1946
Efri deild: 39. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (102)

45. mál, menntaskólar

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir þær upplýsingar, sem hann hefur gefið, svo langt sem þær ná. En mig undrar það, að hann skuli ekki vita meira, að hann skuli ekki vita það, að síðan um mitt sumar hafa allir verkfræðingar Landssímans fengið borgað sama grunnkaup og Reykjavíkurbær borgar sínum verkfræðingum, en það er hærra heldur en launal. ákveða. (Fjmrh.: Ég hef enga tilkynningu fengið um þetta.) Ég sé ekki ástæðu til að tína fram fleiri dæmi nú, en undrar, að hæstv. ráðh. skuli ekki vita, hvað borgað er úr ríkissjóði í laun, sérstaklega þegar það er utan við lög. Eftir hvers fyrirmælum er það gert?