19.12.1946
Efri deild: 39. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

45. mál, menntaskólar

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Ég vil þakka hv. þm. Barð. fyrir það mikla traust, sem hann sýnir mér með því að bera þessa till. fram, þar sem það er lagt á vald ráðh., hvernig vinnutímar kennara séu. En samt vildi ég heldur kjósa, að vald mitt yrði takmarkaðra, af þeirri ástæðu, að ef till. yrði samþ., yrði mikið ósamræmi í skólalöggjöfinni. Í öllum öðrum skólalögum er ákveðið með l., hver kennslutími kennara skuli vera. Þetta yrði svo mikið ósamræmi, að ég mundi heldur kjósa, að ótvíræður þingvilji væri fyrir lagasetningu, sem sett væri um þetta atriði.