14.05.1947
Neðri deild: 128. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1088 í B-deild Alþingistíðinda. (1161)

214. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl.

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég vil þakka hv. landbn. fyrir afgreiðslu þessa máls, sem ég er mjög ánægður með. og sömuleiðis með brtt., sem hún hefur borið fram. Ég sé ekki ástæðu til að halda uppi deilum um aðalefni málsins, það var gert við 1. umr. þess, og sé ég, að brtt. hafa komið upp úr því.

Viðvíkjandi brtt. hv. þm. Snæf. vildi ég mega beina þeirri ósk til hans, að hann tæki þessar till. sínar aftur til 3. umr. til þess að flýta fyrir málinu. Ég geri ráð fyrir, að landbn. mundi vilja athuga þessar till. og ræða með sér og við flm., og sömuleiðis mundi ég óska að gera það líka, en það ætti að vera hægt að gera fyrir 3. umr., ef hv. flm. vill taka þær aftur nú til þess að reyna að þoka málinu.