17.12.1946
Efri deild: 35. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1235 í B-deild Alþingistíðinda. (1344)

118. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur 1947

Flm. (Gísli Jónsson) :

Út af ummælum hv. 1. þm. N-M. vil ég upplýsa hann um það, að ég hygg, að þær vonir hæstv. forsrh. hefðu rætzt, ef hann hefði setið sem forsrh. með meiri hl. þings að baki sér. En eins og öllum er kunnugt og hv. 1. þm. N-M. líka, þá situr nú bráðabirgðaríkisstj., og ekki er vitað, hvaða stjórn tekur við fjárl. Það hefðu því rætzt vonir hæstv. forsrh., ef um slíkt hefði ekki verið að ræða, og fjvn. hefði þá unnið að fjárlagafrv. eins og nauðsyn hefði verið til, svo að hægt hefði verið að uppfylla þær óskir, að unnt væri að ganga frá málinu og leiða það til lykta fyrir áramót.

Ég sé ekki ástæðu til þess að saka hæstv. forsrh. fyrir dráttinn á málinu.