21.12.1946
Neðri deild: 46. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1287 í B-deild Alþingistíðinda. (1426)

124. mál, bátaútvegurinn o. fl.

Stefán Jóh. Stefánsson:

Með því að búið er að fella úr þessu frv. ákvæði um það, að sjávarútvegurinn sem heild, þ. e. fiskútvegur og síldarútvegur, verði tryggður með sérstökum sjóði, en ætlazt er til, að hann fái styrk alveg án tillits til þess, hvort atvinnuvegirnir geta fullkomlega staðið undir sér sjálfir, sé ég mér ekki fært að greiða atkv. á móti þessari brtt. og segi því já.