22.12.1946
Neðri deild: 48. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1302 í B-deild Alþingistíðinda. (1484)

124. mál, bátaútvegurinn o. fl.

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Það hefur komið hér fram brtt. um, að 6. gr. frv. verði felld burt. Mun ég greiða atkv. um hana eins og í dag, og vil leyfa mér að flytja skriflega brtt. við gr. til vara, ef hún skyldi verða felld. Brtt. þýðir það, ef þetta verður samþ., þá yrði ekki farið að innheimta skattinn fyrr en verðið nemur því, sem væri um fram 49 til 50.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þessa brtt., því að ég veit, að allir hv. þm. munu átta sig á, hvað hér er um að ræða.