27.01.1947
Efri deild: 56. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1328 í B-deild Alþingistíðinda. (1594)

141. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Frsm. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. Það er samkvæmt beiðni hæstv. fjmrh., að frv. þetta er fram komið, og sést af meðfylgjandi grg. hvers vegna. Ég gat ekki komið því við að koma á fundi í fjhn., en átti tal við nokkra nm., og kom þeim öllum saman um, að málið yrði lagt fram, til umr. Hver og einn nm. hefur þó rétt til þess að koma með brtt. og aðhyllast þær. Ástæðan fyrir framkomu þessa máls er svo augljós, að óþarft er að gera frekari grein fyrir því.

Það skal játað, að það er heldur óformlega frá þessu gengið og að sjálfsögðu rétt, að málinu verði vísað til fjhn.