30.01.1947
Neðri deild: 62. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (1612)

141. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Herra forseti. Hv. 2. þm. S-M, sagði, að því hefði jafnan verið borið við, að ekki hafi unnizt tími til að breyta þessum l., en það kom svo seinna, að það var ekki tímaleysi að kenna, heldur stjórnarleysi. Það má öllum vera ljóst, að því athuguðu, að nú hafa stjórnarsamningar staðið yfir í fjóra mánuði, að ekki er hægt að afgreiða þessa megintill. á einum degi. Við höfum fengið ákveðnar till. frá útvegsmönnum, sem eru um algera skipulagningu þessara mála, en þrjár till. minni hl. eru ekki höfuðtill. útvegsmanna, heldur sameining innflutnings og útflutnings. Frv. útvegsmanna er um það, að verkefni viðskiptaráðs skuli vera að hafa yfirstjórn með öllum út- og innflutningi undir yfirstjórn viðskmrh., gera till. um, til hvaða landa selt er, ráðstafa farmrými í skiptum, setja verðlagsákvæði og hafa verðlagseftirlit. Efnistill. minni hl. eru ekki veigameiri en það, sem ég hef upp talið. Það má ræða þetta lengi. Það hefur komið til mála að leyfa útgerðarmönnum að ráðstafa gjaldeyri sínum, og er vandalaust að ákveða um þetta í samræmi við innflutning og útflutning. Þessar till, koma lítið við höfuðatriðinu, en það er að sameina inn- og útflutning, en í þessum brtt. er ekki minnzt á það. Útvegsmennirnir segja í grg. sinni, að frv. geri „ráð fyrir því, að skipun viðskiptaráðs verði breytt í samræmi við þau auknu verkefni, sem því eru falin, til þess að tryggja það, að það hafi yfir að ráða þeirri sérþekkingu, sem nauðsynleg er til þess, að starfið beri þann árangur, sem til er ætlazt“. Ekkert er um þetta í þeirra brtt., en skipun ráðsins er breytt án verksviðsbreytinga. Till. þeirra um breyt. á skipun viðskiptaráðs á því ekki rétt á sér.

Hv. síðasti ræðumaður sagði, að það væri auðvelt mál að breyta skipun ráðsins. Það hefur nú þekkzt áður, að fulltrúar ýmissa samtaka hafi tekið hér til máls um svipað efni, en samkvæmt núgildandi l. á ríkisstj. að skipa alla mennina í viðskiptaráð, en hér á stjórnin engu að ráða, en afsala þessum rétti í hendur félaga, og þykir nú sýnt, að þessar till. eiga engan rétt á sér. Ég fer ekki út í almennar umr. um kaupmannagróða eða því um líkt á þessu stigi málsins, og ég þykist nú vita, að ný ríkisstjórn muni koma svo snemma, að till. hv. þm. V-Húnv., sé óþörf, en það má þingheimi ljóst vera, að verðlagsskipun, útflutningsskipan og innflutningsskipan verður aðeins leyst af ábyrgum þingmeirihluta.