30.01.1947
Neðri deild: 62. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (1613)

141. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Jón Pálmason:

Herra forseti. Þetta frv. er bráðabirgðabreyt. á gildandi l., og mun vera ætlazt til, að l. standi ekki lengi óbreytt, og ef brtt. hv. þm. V-Húnv. verður samþ., þá er ekki um að ræða nema tveggja mánaða gildi þessara l. Þess vegna finnst mér ekki tímabært að gera breyt. á skipun viðskiptaráðs stuttan tíma, en samþykki b-lið till. á þskj. 345, því að það er mikilvægt atriði, sem margir útvegsmenn leggja áherzlu á, og þetta ákvæði er sanngjarnt og raskar ekki skipun laganna. Ég vil nú skjóta því að, hvort samkomulag gæti ekki náðst um annan lið á þskj. 345, en hinar till. teknar aftur, og æskilegt er, að fjhn. athugi málið nánar.