11.02.1947
Neðri deild: 69. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1344 í B-deild Alþingistíðinda. (1634)

166. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1947

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Herra forseti. Ég hef raunverulega engu að bæta við það, sem hv. frsm. allshn. sagði út af þessu frv. Eins og hann skýrði frá, er augljóst mál, að reglulegt Alþ. 1947 getur ekki komið saman á þeim tíma, sem stjskr. gerir, ráð fyrir, eða um miðjan þennan mánuð.

Ég skal geta þess í sambandi við þetta frv., að ef ríkisstj. — a. m. k. þeirri, sem nú situr, ef hún á sæti þá — þætti ástæða til þess, mundi hún kalla saman þing fyrr en 1. október. En ég tel ekki rétt að miða við fyrri samkomudag Alþ., nema sérstakt tilefni væri til þess.

Ég vil biðja hæstv. for,seta að hraða þessu máli gegnum d., þannig að það gæti sem fyrst gengið í gegnum þingið, því að l. verða að hljóta staðfestingu forseta fyrir 15. þ. m.