11.02.1947
Neðri deild: 71. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í B-deild Alþingistíðinda. (1641)

166. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1947

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég hef ekkert við það að athuga, þó að þessu máli yrði frestað, til þess að Sósfl, eigi þess kost að taka afstöðu til þess, en vildi óska, að það yrði á þann veg, að tryggt væri, að málið gæti náð fram að ganga, ef meiri hl. Alþ. er fyrir því, á fundi, ekki seinna en á morgun. Ég vildi því vænta þess, að það yrði tryggt, að þá lægi fyrir frá hv. 2. þm. Reykv. nægileg yfirlýsing um það, að málið gæti fengið afgreiðslu hér í d. strax á morgun.