19.02.1947
Neðri deild: 77. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í B-deild Alþingistíðinda. (1718)

112. mál, tilraunastöð háskólans í meinafræði

Frsm. (Sigurður Bjarnason) :

Herra forseti. Hv. Ed. hefur gert tvær breyt. á þessu frv. frá því, sem þessi hv. d. afgreiddi það. Í fyrsta lagi hefur hún lagt til, að einungis forstöðumaður stofnunarinnar taki laun eftir 5. fl. launal., en ekki 1. aðstoðarmaður, en það ákvæði var í frv. upphaflega, af því að þessi starfsmaður hefur nú laun samkv. 5. launafl., og var þess vegna gert ráð fyrir því, að hann yrði í sama launafl. og forstöðumaður. Hin breyt., sem hv. Ed. leggur til, að gerð verði á frv., er sú, að 6. gr., falli niður, en þar er lagt til, að vegurinn, sem liggur að stofnuninni, verði tekinn í þjóðvegatölu. Þessu er sennilega þannig varið, að í vegalagafrv., sem liggur fyrir hv. d., er gert ráð fyrir því, að þessi vegur verði tekinn upp í þjóðvegatölu, og ætti það þess vegna ekki að koma að sök, þótt þetta ákvæði frv. verði fellt niður.

Menntmn. þessarar hv. d. hefur ekki haft tækifæri til að halda fund um þessar breyt., en þær hafa verið ræddar við einstaka nm., sem eru þeirrar skoðunar, að ekki sé ástæða til að fara á ný að gera brtt. varðandi þessi tvö atriði.

Menntmn. mælir þess vegna með því, að frv. verði samþ. eins og það kom frá hv. Ed.