04.02.1947
Efri deild: 64. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1374 í B-deild Alþingistíðinda. (1761)

66. mál, menntun kennara

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég lýsti hér við 2. umr., að ég mundi bera fram brtt. við þetta frv., sem átti sérstaklega við VI. kaflann, um húsmæðrakennaraskóla. En mér hefur þótt rétt að bíða, þar til ég hef rætt þetta mál við væntanlegan hæstv. menntmrh. Vildi ég því gjarnan óska, að málið verði nú tekið af dagskrá, þangað til ég hef talað við hæstv. menntmrh., sem nú mun loks ákveðið, hver muni verða.