28.02.1947
Efri deild: 82. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1384 í B-deild Alþingistíðinda. (1771)

66. mál, menntun kennara

Frsm. (Ásmundur Sigurðsson) :

Herra forseti. Þá er aðeins aths. út af hv. þm. Barð. Í fyrsta lagi vill hann, að samþ.brtt. um 15. gr, til sparnaðar, og vildi ég bera hana upp þannig breytta,. með leyfi hæstv. forseta, og er hún þá þannig: „Prófessorinn í forspjallsvísindum og almennri heimspeki annast þar kennslu, eftir því sem samrýmist störfum hans. Að öðru leyti skal kennsla falin aukakennurum, er heimspekideild ræður, og greiðist kostnaður úr ríkissjóði, eftir því sem fé er veitt í fjárlögum.“ Svona vill hv. þm., að búið sé að þessari stofnun. Það er sem sagt kennari við aðra deild, sem á að hafa kennsluna með höndum, og nær slíkt vitanlega engri átt.

Þá vill hv. þm. Barð. fella niður gr. um orlofsár kennara, og hafi ég tekið rétt eftir, sagði hann, að þetta væri komið í önnur lög, en það er eingöngu útúrsnúningur. Í sambandi við það, að hv., þm. sagði, að ekki væri ástæða til að kosta kennara tíunda hvert ár, þá benda þessi orð hans á, að hann hefur ekki lesið gr., því að í gr., segir, með leyfi hæstv. forseta : „Nú hefur kennari gegnt embætti í 10 ár við þá skóla, er í lögum þessum greinir, og óskar að hverfa frá störfum í eitt ár til að efla þekkingu sína og kennarahæfni, skal hann, þá senda fræðslumálastjórn beiðni um orlof ásamt grg. um, hvernig hann hyggst að verja orlofsárinu. Ef fræðslumálastjórn telur þá grg. fullnægjandi, getur hún veitt kennaranum árs orlof með fullum launum. Engum kennara skal þá veita slíkt orlof oftar en einu sinni: O. s. frv. Um þetta var rætt á fundi fyrir nokkrum dögum, en samt fullyrðir hv. þm. Barð., að þetta sé rangt og ekki forsvaranlegt.