10.10.1946
Efri deild: 1. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (18)

Sætaskipun

Bjarni Benediktsson:

Það stendur hér í 7. gr.. þingskapa, að þegar kosning forseta og skrifara hefur farið fram, skuli hluta um sæti þm., nema þingflokkar hafi komið sér saman um að skipa sér í sæti eftir flokkum.“ Þetta er fortakslaust ákvæði og meira að segja mjög hæpið, að undantekning frá þingsköpum eigi þarna víð, því að þarna er heimilað sérstakt leyfi til að víkja frá þeim. Það er annað mál, ef þm. koma sér saman um að skipta sér eftir flokkum, en nú er það ekki, eins og skipað er sætum í hv. d. Ég varð ekki var við að nein skrifl. ósk kæmi fram um það að leita afbrigða frá þingsköpum, eins og nauðsynlegt er, ef á að fara að breyta þessari aðferð. Og eftir 7. gr. þingskapa mun þetta vera ólöglegt, og vil ég því mótmæla þeirri vitaverðu aðferð, sem hér hefur verið beitt.