07.03.1947
Efri deild: 87. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1397 í B-deild Alþingistíðinda. (1822)

77. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég skal falla frá því, að þessi breyt. sé gerð, sem ég talaði um. Ég hef átt tal um þetta við hæstv. samgmrh. og fell frá því í trausti þess, að það fé, sem afgangs verður og ekki þarf að nota til rekstrar skrifstofunnar, verði látið ganga til þess að aðstoða m. a. þá veitingastaði úti á landi, sem hefur verið hin mesta nauðsyn fyrir í sambandi við þessar ferðir. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að ræða það frekar.