25.02.1947
Efri deild: 80. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1405 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

111. mál, Háskóli Íslands

Frsm. (Hannibal Valdimarsson) :

Ég vil algerlega mótmæla því, að orð mín hafi gefið tilefni til þess að álíta, að próf. Einar Ólafur Sveinsson eða hans samkennarar væru haldnir embættishroka. Ég mun hins vegar verða við beiðni hæstv. ráðh. og skrifa heimspekideild um þetta atriði, ef hæstv. forseti vill nú fresta þessari umr. — (Dómsmrh.: Ég er ásáttur með þá lausn á málinu.)