18.03.1947
Efri deild: 96. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1406 í B-deild Alþingistíðinda. (1878)

111. mál, Háskóli Íslands

Forseti (ÞÞ) :

Þessu frv. hefur verið frestað og frestað hér í d., og nú hefur ráðh. átt kost á að sjá, að frv. er á dagskrá, og ætti því að vera viðstaddur, ef hann hefði áhuga á að ræða málið. En þó get ég til eftirlætis þm. Barð. tekið 2. málið á dagskránni til umr. og frestað umr. um þetta í bili.

Umr. um málið frestað um hríð, en er þeim skyldi fram haldið síðar á fundinum, kvaddi enginn sér hljóðs, og var gengið til atkv.