06.12.1946
Neðri deild: 33. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (1928)

94. mál, vernd barna og ungmenna

Frsm. (Katrín Thoroddsen) :

Herra forseti. Þetta frv. til l. um verndun barna og ungmenna er flutt af heilbr.- og félmn. samkv. tilmælum menntmrh. Hvað viðvíkur stuðningi einstakra nm., þá hefur hver þeirra um sig áskilið sér frjálsar hendur við afgreiðslu. Frv. fylgir ýtarleg grg. og er það nú flutt hér í fjórða sinn. Tvisvar hefur það verið samþ. hér áður. Á s. l. hausti var það sent barnaverndarnefnd til athugunar, og gerði n. við það nokkrar brtt., sem hafa verið teknar til greina. Annars er í grg. nánar getið breyt. og munu hv. þm. þær kunnar, þar sem frv. er gamalkunnugt. Í frv. felast margar umbætur, sem nauðsynlegar eru, og er mér persónulega kunnugt um, að svo er.