07.03.1947
Efri deild: 87. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (1943)

94. mál, vernd barna og ungmenna

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. frsm. n. fyrir það að sjá ekki ástæðu til þess að taka málið til sérstakrar athugunar vegna þessarar brtt. En ég vil leyfa mér að minna á það, að ég tel það ekki svo lítils virði fyrir málið í heild, að í þessu frv. séu ekki ákvæði, sem beinlínis skapa óvild gagnvart frv., heldur samúð og þessi gr. er að mínu áliti óþörf og ekki ástæða til fyrir barnaverndarn. að halda spjaldskrá yfir börn, þó að þau hafi misst annað foreldri sitt, því ef eitthvað athugavert upplýsist, þá hefur n. rétt til þess að grípa þar inn í samkv. öðrum ákvæðum. Þess vegna tel ég rétt að samþykkja mína skrifl. brtt.