28.03.1947
Efri deild: 105. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (1989)

212. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur 1947

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. Ríkisstj. hefur séð sig til knúða að leggja mál þetta fyrir hæstv. Alþ., þar sem sýnilegt er, að afgreiðsla fjárl. getur ekki orðið fyrir þann tíma, sem núverandi heilmild um fjárgreiðslur úr ríkissjóði rennur út. Að vísu var ekki til þess ætlazt, að það þyrfti að framlengja þessa heimild, en eins og hv. þm. er kunnugt, er skammt síðan fjárlagafrv. var afgr. til 3. umr. með margra tuga millj. kr. rekstrarhalla, og þótt ekki verði frekari halla við bætt, þá er mikil þörf fyrir miklar tekjur. Það er nú sýnt, að þetta tekjuöflunarspursmál og ýmis önnur mál, sem í sambandi við það standa, verða ekki leyst, svo að vel sé, fyrir hátíðina. Það var því horfið að því ráði að fara fram á það við hv. Alþ., að það framlengdi núverandi greiðsluheimild til loka næsta mánaðar, en vitanlega verður langt fyrir þann tíma búið að afgreiða fjárl. frá þinginu. Ég vænti þess, að hv. d. hraði afgreiðslu þessa máls, svo að það geti fengið afgreiðslu á þessum degi, og tel ég óþarft, að því sé vísað til nefndar.