11.04.1947
Efri deild: 113. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1454 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

132. mál, dýralæknar

Frsm. minni hl. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti. Ég átti hér brtt. við þetta mál, sem allar voru drepnar. Síðan kom á daginn, að stjórn Dýralæknafélags Íslands mótmælti þessu frv. og hefur lýst fylgi sínu við mínar brtt., en taldi hins vegar, að þær gengju ekki nógu langt. Ég vil því leyfa mér að bera fram rökst. dagskrá, svo hljóðandi:

Í trausti þess, að ríkisstj. láti endurskoða l. nr. 24 12. júní 1939 og lög um breyt. á þeim frá 27. jan. 1943, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.