30.10.1946
Efri deild: 6. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (207)

24. mál, tekjuskattsviðauki 1947

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Fjhn. hefur athugað frv. og leggur til, að það sé samþ. óbreytt. Ég þarf ekki að gera ýtarlega grein fyrir þessu áliti, enda er málið þrautrætt áður. Með þessu frv. er verið að löggilda tekjuskattsviðauka, sem gilti á síðasta ári. Þegar þetta var upphaflega borið fram, þótti skattur þessi nauðsynlegur, og hefur engin sú breyt. orðið á afkomu ríkissjóðs, sem réttlæti, að úr þessum skatti sé dregið. Enginn vafi er því á, að ríkissjóður þarf á þessu gjaldi að halda, en þá er bara spurningin, hvort ekki megi afla þess á einhvern annan hátt. En fjhn. sá ekki ástæðu til þess að fara inn á aðra braut og leggur til, að frv. verði samþ.