25.03.1947
Efri deild: 99. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1476 í B-deild Alþingistíðinda. (2093)

147. mál, vegalög

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vil í fyrsta lagi vænta þess, að hæstv. ráðh. setji sig inn í málið fyrir 3. umr. Þá vil ég einnig biðja hann að athuga áætlun, sem liggur fyrir, frá vegamálastjóra, um það, að bryggjurnar kosti 1.600 þús. kr., og einnig athuga áætlun vegamálastjóra um það, að vegurinn fyrir norðan fjörðinn kosti 680 þús. kr. Svo er ekkert annað en leggja saman tölurnar. Að öðru leyti mun ég svara honum við 8. umr., en vænti þá, að hann verði við og hafi sett sig inn í málið.