04.11.1946
Efri deild: 9. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1504 í B-deild Alþingistíðinda. (2146)

41. mál, skipulag og hýsing prestssetra

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Eins og grg. ber með sér, hefur menntmn. flutt þetta frv. að beiðni kirkjumálaráðherra, og geri ég ráð fyrir, að hann skýri nánar frv. Eins og grg. getur um, hafa einstakir nm. óbundnar hendur við afgreiðslu málsins og er það flutt af n. eftir venju um slík mál, en hins vegar liggur það í hlutarins eðli, að n. hefði ekki flutt málið, ef hún hefði ekki álitið það nauðsynlegt og aðkallandi. Verði málinu nú vísað til 2. umr., mun n. að sjálfsögðu óska eftir að taka málið til nánari yfirvegunar, þar sem tími hefur verið mjög naumur til að athuga það.