18.02.1947
Neðri deild: 76. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1556 í B-deild Alþingistíðinda. (2241)

176. mál, tannlæknakennsla

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson) :

Þetta frv. er flutt samkvæmt beiðni fyrrv. hæstv. kennslumrh. og eftir beiðni háskólarektors. Gerð er ýtarlega grein fyrir efni frv. í grg., sem því fylgir frá háskólanum, og sé ég ekki ástæðu til að rekja það nánar, en vil aðeins benda á, að í frv. er miðað að því að stytta nám tannlækna. Samkv. núgildandi l. er það 7 ár, en gert ráð fyrir, að það verði 4–5 ár. N. er sammála um að flytja frv., þó að einstakir nm. taki enga ákveðna afstöðu til þess. N. mun því milli 1. og 2. umr. athuga það nánar og væntanlega fá um það umsögn þeirra, sem fróðastir mega teljast um málið, og að því loknu gefa út nál. um málið.