20.03.1947
Neðri deild: 100. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1556 í B-deild Alþingistíðinda. (2246)

176. mál, tannlæknakennsla

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson) :

Herra forseti. Með þessu frv. fylgdi í upphafi grg. frá háskólaráði, sem prentuð er á fskj. 411, og er þar gerð tæmandi grein fyrir efni og tilgangi frv. N. þótti rétt að senda frv. til umsagnar Tannlæknafélags Íslands og landlæknis. Báðir þessir aðilar hafa sent sitt álit, sem prentuð eru á þskj. 537, og eru bæði jákvæð, hvað frv. snertir. Báðir aðilarnir eru með frv. og telja til bóta, að samþ. verði. Landlæknir hefur þó bent á, að rétt væri, að inn í væntanlega reglugerð um nám tannlækna við háskólann kæmi ákvæði um það, hversu haga skyldi námi lækna og læknastúdenta með það fyrir augum, að slíkir menn, sem snúast að tannlæknanámi, þyrftu ekki að stunda nám í almennri læknisfræði, svo sem tiltekið er. Menntmn. þykir rétt og sjálfsagt að mæla með þessari brtt. landlæknis, og er hún prentuð á þskj. 537. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að gera frekari grein fyrir málinu. Ég hygg, að öllum sé það ljóst og auðsætt, að ef við eigum að halda uppi tannlæknakennslu við háskólann, þá verðum við að færa hana í svipaðs horf og er erlendis, þannig að námið taki ekki nema 4–5 ár í stað þess, að nú tekur það allt að sárum.