17.02.1947
Neðri deild: 75. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1558 í B-deild Alþingistíðinda. (2259)

173. mál, raforkulög

Frsm. (Sigurður E. Hlíðar) :

Herra forseti. Þetta frv. er borið fram af iðnn. eftir beiðni skrifstofu Alþ., og það stendur þannig á því, að við endurprentun á frv. til raforkul. eftir 2. umr. í síðari d., féll niður 55. gr. þess, en efni 56. gr. var prentað í hennar stað, án þess að eftir því væri tekið við síðari meðferð frv. Þessa var ekki gætt þegar 1. voru svo prentuð, því að ekki hafði verið tekið eftir þessari leiðinlegu villu. Þess vegna óskar skrifstofa Alþ. eftir því, að þetta verði leiðrétt, og er þess vegna þetta frv. borið fram.

Ég vil að lokum fyrir hönd n. óska þess, að frv. gangi rétta boðleið í gegnum þessa hv. d.