14.04.1947
Neðri deild: 114. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (2309)

140. mál, sala Böggvisstaða í Svarfaðardal

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson) :

Herra forseti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta frv. eða nál. frá landbn., sem prentað er á þskj. 616. Frv. kom fyrst fram í Ed. og gerði landbn. þeirrar d. nokkrar breyt. á því frá því, sem það var í upphafi, og mest eftir bendingum frá dóms- og kirkjumrn., sem lagði til, að viss skilyrði yrðu sett, þannig, að ríkið gæti krafizt þess, að Dalvíkurhreppur seldi ríkinu hluta afjörðinni aftur, ef þörf krefði. En landbn. Nd. var ásátt um að leggja til, að frv. yrði samþ. óbreytt, eins og það er á þskj. 460. Þessi ákvörðun og skoðun landbn. er í samræmi við skoðun n. áður, að greiða beri fyrir því, að kauptún fái nægilegt landrými, þegar þess er þörf. Ég skal geta þess, að 2. þm. 8kagf. var fjarstaddur, þegar málið var tekið fyrir, og hefur málið ekki verið borið undir álit hans, en aðrir nm. landbn. mæla með, að frv. verði samþ. óbreytt hér í d.