27.11.1946
Efri deild: 21. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1579 í B-deild Alþingistíðinda. (2343)

48. mál, innlend endurtrygging, stríðsslysatrygging skipshafna o. fl.

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Ég skal ekki eyða orðum í að munnhöggvast við hv. 1. landsk. Það er sjáanlegt, að stjórn tryggingarfélagsins hugsar fyrst og fremst um sinn hag. Ég mótmæli því, að hér sé um nokkra ölmusu að ræða, heldur er það réttlæti.

Það er annars einkennilegt, hvað hv. þm. veit lítið um þessi mál, og augljóst, að hann hefur ekkert vit á þeim.