28.04.1947
Neðri deild: 118. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1594 í B-deild Alþingistíðinda. (2382)

48. mál, innlend endurtrygging, stríðsslysatrygging skipshafna o. fl.

Frsm. minni hl. (Pétur Ottesen) :

Herra forseti. Það er langt síðan þetta mál var tekið fyrir, og mun ég ekki rifja það upp hér. En sjútvn. var ósátt um afgreiðslu þessa frv. Vildi meiri hl. það sem hv. þm. Ísaf. lýsti, en minni hl. vildi, að félagið hefði þau skattfríðindi, sem fyrirrennari þess hafði notið. Og sú nýja félagsstofnun, sem vill að endurtryggingin sé á innlendri hendi og að iðgjöld séu lækkuð, vill láta félagið halda þeirri afstöðu. Við atkvgr. um þetta deiluatriði var skorið úr þessu með eins atkv. mun, og voru þá margir hv. þm. fjarstaddir, svo að óvíst er, hvort hinn rétti vilji hefur komið í ljós. Svo er ekki einungis ágreiningur um málið milli deilda, heldur einnig hér innan deildarinnar. Ég vildi mæla með, að þessi brtt. verði felld og að frv. öðlist endanlega afgreiðslu nú á þessum fundi.