10.04.1947
Efri deild: 110. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í B-deild Alþingistíðinda. (242)

220. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Þetta frv. er fyrra af tveimur, sem ríkisstj. leggur hér fram til þess að auka tekjur ríkissjóðs. svo að þær vegi upp á móti þeim gjöldum, sem Alþingi er í þann veginn að leggja blessun sína á. Frv. ber ótvírætt með sér, hvað við er átt. Það er ekki ætlazt til, að þessi tollahækkun gildi nema til ársloka 1947.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta á þessu stigi, en vænti, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.