18.03.1947
Neðri deild: 98. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1616 í B-deild Alþingistíðinda. (2438)

179. mál, sýsluvegasjóðir

Frsm. (Sigurður Bjarnason) :

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd samgmn. þessarar d. óska þess, að ekki sé gengið til lokaafgreiðslu þessa máls á þessum fundi. Það liggja fyrir brtt. frá 3 hv. þm. varðandi veigamikil atriði í frv., og n. hefur sent þessar brtt. til umsagnar vegamálastjóra, en ekki borizt umsögn hans enn þá. Teldi ég mjög æskilegt, að sú umsögn gæti legið fyrir, áður en d. afgreiddi málið, og fer þess á leit við hæstv. forseta, að hann taki málið af dagskrá að þessu sinni.