12.10.1946
Sameinað þing: 2. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (2510)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég geri þá skilyrðislausu kröfu til ríkisstj., að hún í ráðstöfunum sínum geri sér grein fyrir því, hvort l. heimili henni hennar gerðir, og vegna þess, að ég gat ekki fengið svör hjá lögfræðingum, sem ég leitaði til, hef ég borið þessa spurningu fram á Alþ., og það er ekki mín sök, að þessar umr. hafa gengið lengra en ég ætlaðist til. Ég spurði aðeins um þetta lögfræðilega atriði, sem ég fyrir mitt leyti verð algerlega að gera kröfu til, að æðsti maður dómsmála í landinu og æðsti maður kirkjumála í landinu geti svarað.

Ég ætla enn algerlega að neita mér um það að tala um málið, sem hæstv. forsrh. minntist hér á hvað eftir annað í sínum ræðum, og það þurfti aldrei að koma hér neitt inn í umr.