13.12.1946
Sameinað þing: 18. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1980 í B-deild Alþingistíðinda. (2539)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Það, sem ég meinti með því að segja, að dómsmrh. væri aðili að málinu, er það, að það var hann, sem fyrirskipaði þá opinberu rannsókn, sem gerð var. Þess vegna var það hann, sem upphaflega hafði kynnt sér það, hvaða rök lágu til þess, að málið fór inn á þá braut, sem það gerði, og var á þann hátt sá aðili, sem hafði tekið afstöðu og ákvörðun um það, að málinu var beint inn á þá braut, sem það fór. Þetta meinti ég með þessu, og ætti það að vera hv. þm. skiljanlegt, því að hann ætti að vita þetta.