05.05.1947
Sameinað þing: 50. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1992 í B-deild Alþingistíðinda. (2560)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er ánægjulegt, að forsrh. hefur séð ástæðu til þess að „dementera“ út á við. Þegar ég vakti máls á þessu hér á Alþ., mótmælti ráðh. að vísu, að hann hefði sagt það, sem sænsku blöðin höfðu eftir honum, og kvaðst mundu mótmæla því, en þegar ég spurði frekar um þetta mál og hvort ráðh. mundi ekki mótmæla því á erlendum vettvangi, þá taldi hann þess ekki þörf. Það er þess vegna út af fyrir sig ágætt, að forsrh. hefur séð að sér og „dementerað“ erlendis, en hins vegar er aldrei hægt að taka algjörlega aftur það, sem einu sinni hefur skeð, enda finnur hver maður, sem heyrir þessar leiðréttingar sænsku blaðanna, að þær eru aðeins bornar fram af kurteisisskyldu við einn æðsta mann Íslands og eingöngu til þess að skapa ekki „irritation“ milli ríkja.