04.12.1946
Efri deild: 28. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2002 í B-deild Alþingistíðinda. (2593)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Gísli Jónsson:

Ég er undrandi yfir þessum upplýsingum. Þegar ég var form. samgmn., var venja, að slíkar till. voru sendar vegamálastjóra til umsagnar og hann beðinn að gefa upplýsingar um, hvort hann gæti fallizt á, að réttmætt væri að gera slíkar breyt. á vegal. Nú skilst mér, að ekki sé farið að halda einn einasta fund um þetta í tvo mánuði. Ef þetta er rétt, vænti ég þess, að hæstv. forseti áminni þá þm., sem fara þannig með málin. Ég vænti því, eins og hv. 1. þm. N-M. sagði, að þetta verði tekið til athugunar og samvinna geti hafizt milli samgmn. beggja d., sem sameinist til áframhaldandi flutnings í annarri hvorri d.