04.12.1946
Efri deild: 28. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2003 í B-deild Alþingistíðinda. (2594)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Eiríkur Einarsson:

Hv. tveir þm. hafa tekið í sama streng og lagt það af speki sinni til málanna, að samstarf verði milli samgmn. beggja d. um þetta mál. Það getur að vísu verið gott, að samráð séu milli d. um meðferð mála. En þó hygg ég, að flestir þm. séu um það sammála, að sú sé venjan um þingmál, að tilsvarandi n. hvorrar d. fer sínu fram til að byrja með, þó að það geti endað með eðlilegu samstarfi milli n. Hvort það hefur ekki verið minnzt á þetta við vegamálastjóra? Ég veit ekki betur en ég hafi gert það. Vegamálastjóri veit vel, að það er beðið eftir þessu, og ég mun ýta eftir þessu, eins og ég get. En hvort að svo komnu máli er ástæða til, að n. beggja d. fjalli um málið sameiginlega, hvað það snertir, mun ég fara mínu fram.