12.02.1947
Sameinað þing: 28. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2019 í B-deild Alþingistíðinda. (2664)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt bréf frá hæstv. forseta Nd., og hljóðar það svo:

„Lúðvík Jósefsson, 2. þm. S-M., hefur í dag ritað mér á þessa leið :

„Með því að ég fer til útlanda á morgun á vegum ríkisstj. og verð fjarverandi næstu vikur, óska ég þess, með skírskotun til 144. gr. laga nr. 80 1942, um kosningar til Alþingis, að varamaður minn, Arnfinnur Jónsson skólastjóri, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér boðið sem skjótast til fundar í sameinuðu þingi til þess að rannsaka kjörbréf þessa varaþingmanns.

Barði Guðmundsson.“

Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf hv. varaþm., sem staddur er hér á fundinum, og mun frsm. nefndarinnar gera grein fyrir niðurstöðu hennar.