12.02.1947
Sameinað þing: 28. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2020 í B-deild Alþingistíðinda. (2667)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (JPálm) :

Hinn nýi þingmaður undirritar nú eiðstaf um að halda stjórnarskrána. [Arnfinnur Jónsson undirritar eiðstafinn.]

Þm. hefur nú undirritað drengskaparheit sitt, og býð ég hann velkominn til þings.

Forseti las upp fjögur bréf frá deildarforsetum, þar sem frá því er skýrt, að eftirtaldir þingmenn, sem til þess voru nefndir að sækja 40 ára minningarhátíð finnska þingsins, hefðu óskað þess bréflega, með skírskotun til 144. gr. kosningalaganna, að varamenn tækju sæti þeirra á þingi á fjarvistartímanum:

1. Barði Guðmundsson, 9. landsk. þm., — varamaður: Steindór Steindórsson menntaskólakennari.

2. Einar Olgeirsson, 2. þm. Reykv., — varamaður : Snorri Jónsson járnsmiður (1. varamaður, Grímur Þorkelsson skipstjóri, forfallaður).

3. Jóhann Hafstein, 7. þm. Reykv., — varamaður: frú Auður Auðuns (1. varamaður, Björn Ólafsson stórkaupmaður, erlendis).

4. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf., - varamaður: dr. Kristinn Guðmundsson.