29.04.1947
Efri deild: 123. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1652 í B-deild Alþingistíðinda. (2743)

109. mál, nýjar síldarverksmiðjur

Gísli Jónsson:

Ég get verið mjög stuttorður. Mér eru alveg nægilegar upplýsingar hæstv. ráðh. og óska ekki sérstaks ómaks frekar frá honum. Hann hefur upplýst, að rannsókn verði látin fara fram, og skal ég ekki tefja málið eftir þær upplýsingar.

Mér þykir þó rétt að benda hæstv. ráðh. á það, að mér finnst óeðlilegt, að rannsóknin skuli falin þessari n., en ekki t. d. lögfræðingi og tæknilegum sérfræðingi í þessum efnum, því að eins og hæstv. ráðh. tók fram, eru nefndirnar í taugastríði, og virðist mér því, að þessi rannsókn muni ekki alveg hlutlaus.

Þá vil ég einnig taka það fram, að fjvn. hefur ekki fengið þær upplýsingar um Gimli, sem hv. þm. Str. var að tala um.

Skal ég svo ekki tefja málið frekar eða lengja umr. að þessu sinni.